Starfsemi foreldrafélagsins
Foreldrafélag leikskólans Lyngholts. 1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Lyngholts. 2.gr. Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna í Lyngholti. 3.gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því að vinna að: 4.gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist mánaðarlega.Ekkert er greitt fyrir þriðja barn. Félagsgjöld eru innheimt með leikskólagjöldum. Gjaldið rennurj í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins. 5.gr. Kosning til stjórnar félagsins skal frar fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver deild leikskólans eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa einn fulltrúa til setu í henni,l þannig að samtals skipi stjórn 6 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji í tvö ár í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, gjaldkera og ritara. 6.gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir. 7.gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan amma markmiða félagsins og að því marki sem ákvarða aðalfundar nýtur við skal etir þeim starfað. Stjórn félagsins kemur saman svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. 8.gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15.september til 1.nóvember ár hvert og skal til hans boðað með minnst viku fyrirvara. 9.gr. Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi þremur dögum fyrir auglýstan fund. Breytingar á starfsreglum ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði. Starfsreglur þessar voru samþykktar á aðalfund félagsins þann 26/10 2010. |