news

Birkiholt

11 Okt 2017

Heil og sæl, nú er starfið hjá okkur komið á fullt og erum við búin að bralla margt skemmtilegt.

Í liðinni viku fórum við í útinám þar sem við gengum niður að andapolli, sem var mjög spennandi endurnar eltu okkur sem börnununum þótti mjög gaman. Ekki versnaði það þegar við komum alveg niður að kofunum sáum við einhvern bangsa, þar var hann Blær komin á bát, siglandi alla leið frá Ástralíu þar sem hann býr. Við kynntum okkur fyrir honum, knúsuðum hann og fórum í leiki með honum. Svo fórum við í fyrstu Blæ stundina okkur núna á þriðjudaginn. Við fórum líka í fyrsta jógatíman á föstudaginn sem gekk nokkuð vel. Þetta er nýtt bæði fyrir börn og kennara og allir að læra hvernig best er að haga öllu saman, en það var mjög gaman

Á föstudögum ætlum við að vera með skynjunarföstudaga á móti jóganu, sem við vorum líka í fyrsta skipti að prófa núna og vorum við með snertiskynsörvun sem var spennandi en mismuandi hversu mikið börnin vildu snerta ;) við vorum með kar með hrísgrjónum og dóti sem var mest spennandi, við vorum líka með pappír úr pappírstætara í því var að finna blöðrur með mismuandi innihaldi og síðan vorum við með fat með súkkulaðibúðing og hafragraut í sambland og í því voru bílar en börnin voru ekki mjög hrifin af því.

Hafi þið það gott þar til næst

Kær Kveðja frá Birkiholti