news

Birkiholt: þorrablót og bóndadagskaffi

01 Feb 2018

Bóndadagskaffi

Á bóndadaginn þann 19. janúar buðum við pöbbum, öfum og frændum í bóndadagskaffi. Boðið var upp á hafragraut og slátur með. Það var mjög gaman að fá alla pabbanna, afanna og frændurna í heimsókn!

Þorrablót

Við héldum upp á þorrann föstudaginn 26. janúar. Um morguninn hittust allar deildir í söngsal, eftir það var haldið ball fyrir efstu deildarnar.

Í hádeginu var þorramatur á boðstólnum. Allir voru duglegir að smakka en boðið var upp á hangikjöt, súra hrútspunga, hákarl, flatbrauð, harðfisk og sviðasultu – en harðfiskurinn og flatbrauðið var þó vinsælast.

Kveðja frá Birkiholti