news

Birkiholts Fréttir

11 Okt 2018

Góðan daginn,

Það var bíó miðvikudaginn 3. október s.l. til að halda upp á afmæli Lyngholts.

Við erum mikið að nýta okkur það að fara í höllina til þess að hreyfa og leika okkur þegar það er mikil rigning. Þá getum við líka farið aftur út seinna um daginn. Börnin eru mjög dugleg í útivist líka og eru mörg byrjuð að reyna að klæða sig sjálf og eru mjög sjálfstæð við það.

Birkiholt fer annan hvern föstudag í Lundarsel sem virkar eins og söngsalurinn, þá fáum við nokkur lög sem allir hafa verið að æfa og syngjum með hinum deildunum. Krökkunum finnst þetta frábært og góð tilbreyting.

Krakkarnir eru svakalegir listamenn og skapa hvert listaverkið á eftir öðru. Þau alveg elska það að fá að skapa sitt eigið listaverk og eru mjög stolt af sinni vinnu.

Þegar við erum í hópavinnu þá erum við að gera ýmislegt eins og að læra að nota numicon sem eru kubbar sem kenna okkur stærðfræði, samstæða er líka mjög vinsæl, þá erum við að finna út hvað er eins og hvað ekki. Það er gaman að nota box sem voru búin til handa okkur sem eru með 6 liti og við verðum að finna eins litaða kubba og setja ofan í á réttan stað. Málörvun er líka og þá erum við að kynnast honum Lubba vini okkar og erum við að hjálpa honum að læra hljóðin, það er tekið eitt hjóð í hverri viku.

Kveðja frá Birkiholti