Dagur leikskólans og sólarkaffi

06 Feb 2018

Í dag 6 febrúar er dagur leikskólans. Við í Lyngholti bjóðum upp á myndlistasýningu niður í Mola. Þar eru listaverk frá nokkrum deildum okkar sem voru unnar í tengslum við dag leikskólans og það að sólin er farin að láta sjá sig meira.
Þá voru líka sólarpönnukökur og kaffi í boði fyrir þá eldri borgara sem sáu sér fært að heimsækja okkur.