news

Frá Greniholti

08 Nóv 2019

Börnin í Greniholti eru mjög dugleg að taka þátt í starfi í Lyngholti.

Við héldum uppá bleika daginn og komu margir í einhverju bleiku bæði krakkar og kennarar.

Þann 27. Október var alþjóðlegi bangsadagurinn og allir máttu koma með bangsana sína í leikskólann og hafa þá með sér yfir daginn og var það mjög gaman.

Það er alltaf nóg að gera í listastarfi og erum við búin að mála og teikna rosa mikið, við erum líka búin að gera köngulær, mála með bílum prófa að stimpla form og líka mála krukkur, það er alltaf gaman í listastarfi.

Við leikum stundum inni og þá erum við með allskonar dót til að leika með, eldhúsdót, bíla, allskonar kubba, við förum líka í leiki eins og hver er undir teppinu og gerum íþróttaæfingar og syngjum höfuð, herðar, hné og tær og líka fullt fleira skemmtilegt.

Það var ekkert smá gaman að fá snjóinn svona snemma og nutum við þess í botn, það var búið til snjókarl, rennt sér á rassaþotum og farið í smá snjókast, svo erum við líka dugleg að fara í gönguferðir

Hóparstarf gengur rosa vel! Í málörvun erum við að læra stafina okkar, litina og hlusta á sögur og líka hlusta á dýrahljóð og læra að þekkja þau. Við fáum líka að prófa að spila og fara í smá stærðfræði og er það mjög gaman.

Dagar myrkurs eru ný búnir og höfum við gert allskonar tengt þeim, það var vasaljósadagur og þá var tekið á móti úti um morgunin og fengur krakkarnir að leika sér með sín vasaljós og var það svaka stuð. Á föstudeginum 1. nóvember fóru nokkur frá okkur ásamt öllum leikskólanum og grunnskólanum á bílaplanið hjá grunnskólanum og sungu saman nokkur lög og fengu kakó og kleinur og restin af deildinni fór út á lóð og fengu líka kakó og kleinur rosa notalegt.

Kveðja Greniholt