news

Foreldraviðtöl

09 Apr 2021

Þessa dagana eru deildarstjórar að taka foreldraviðtöl á sínum deildum. Það er ákveðin áskorun að sinna því á stundu eins og núna. En tæknin er að hjálpa okkur sem og jákvætt viðhorf foreldra sem og deildastarfsmanna skólans.
Hér eru tekin viðtöl með tveggja metra fjarlægð milli þeirra sem sitja viðtölin, símaviðtöl eða í gegnum fjarfundabúnað. Allt gert til að hægt sé að halda þessum árlega viðburði inni.

Farið er yfir stöðu nemenda í gegnum þau matstæki sem skólinn er að nota ásamt því að foreldrum og deildastjórum gefst tækifæri til skrafs og ráðagerða um það sem framundan er.

Foreldrar fá blöð um hvort börn þeirra taki lengri sumarleyfi en lokun leikskólans er og eru þeir beðnir um að skila þeim fyrir 30. apríl til deildastjóra. Jafnframt er beðið um upplýsingar um vistunartíma fyrir næsta vetur, þessar upplysingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að skipuleggja sumarleyfi starfsmanna sem og gera skipulag næsta skólaárs klárt.