news

Frá Lundarseli

27 Sep 2019

Vá hvað þetta er búið að vera skemmtileg vika með krökkunum! Fjölmenningavikan heppnaðist frábærlega og það er búið að vera svaka stuð!

Á mánudaginn kynntum við fjölmenningavikuna fyrir krökkunum, við gerðum grein fyrir hvað við værum mörg á deildinni frá mismunandi löndum. Lærðum þar af leiðandi að segja góðan daginn á 7 mismunandi tungumálum og byrjuðum að mála fána frá þessum mismunandi löndum. Krakkarnir fengu að velja þann fána sem þeim leyst best á. Einnig var bíó og við horfðum öll á pólska teiknimynd saman í hvíldinni.

Á þriðjudegninum skoðuðum við þjóðbúninga og þjóðdansa frá ýmsum löndum. Það var mjög skemmtilegt. Eftir að vera búin að skoða þó nokkra þjóðdansa kenndi Cecilia okkur nokkur spor frá Gana, krakkarnir stóðu sig mjög vel í því.




Á miðvikudeginum kláruðu krakkarnir að mála fána.

Á fimmtudeginum var farið í rútuferð til Fáskrúðsfjarðar að sjá leiksýningu hjá Ómari orðabelg. Það var æðislega gaman og krökkunum fannst ekkert smá töff að fara saman í rútuferð, það var hápunkturinn. Leiksýningin var líka frábær. Í lok dags máluðum við saman Jörðina.



Við enduðum vikuna á að mæta í þjóðbúningum eða öðrum þjóðarklæðum frá mismunandi löndum. Krakkarnir límdu fánana sína á jörðina sem við máluðum á fimmtudeginum og þar sýndum við þeim að sama hvaðan við komum þá erum við ein heild. Ola eldaði síðan pólska súpu með súrum gúrkum, kjúkling, kartöflum og fleira góðgæti sem krakkarnir borðuðu með bestu lyst í hádeginu og Katrín steikti eistlenskar pönnukökur handa krökkunum í hressingu.



Þetta er allt saman búið að vera frábært og við viljum þakka fyrir góða viku!

Takk fyrir okkur!

Kveðja, Lundarsel