news

Frá Lundarseli

01 Nóv 2019

Hann Daníel Elí bætist við hópinn og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Lyngholt.

Fyrsti snjórinn

Það var svo gaman í síðustu viku hjá krökkunum því fyrsti snjórinn lét sjá sig. Það var rennt sér á rassaþotum, búið til snjókarla, farið í snjókast og gert snjóengla. Það voru allir mjög ánægðir með þetta og skemmtu sér konunglega í útivistinni.


Bangsadagur

Allir komu með bangsa í leikskólann og í byrjun dags teiknuðu krakkarnir mynd af bangsanum sínum. Yfir daginn fengu bangsarnir að vera með í frjálsum leik og rólegum stundum. Í lok dags fengu allir að segja frá bangsanum sínum, hvað hann hét, hvaðan kom hann, var þetta gjöf og þess háttar.Einingakubbar

Upp á síðkastið höfum við verið dugleg að byggja úr einingakubbum. Krakkarnir læra þar að í staðinn fyrir að skemma það sem hinn hópurinn var að byggja er hægt að bæta við eða breyta til. Það gengur ótrúlega vel hjá þeim og þau eru fljót að meðtaka reglurnar sem fylgja einingakubbunum. Mjög dugleg öllsömul!


Dagar myrkurs

Í tilefni af dögum myrkurs var vasaljósasagur miðvikudaginn 30.október. Allir komu með vasaljós og við tókum á móti úti. Krakkarnir léku sér úti með ljósin í myrkrinu og síðan var farið inn að borða morgunmat. Eftir hann var frjáls leikur. Þar lékum við með skuggana okkar og vasaljósin. Á einni stöð var gamaldags myndvarpi þar sem börnin léku með dýr ofan á honum og sáu skugga dýranna á veggnum. Á annari stöð var skjávarpi og þar gátu krakkarnir leikið með skuggana sína. Á þriðju stöðinni gátu þau sett upp skuggaleikhús þannig hópurinn skipti sér í tvennt, aðrir gerðu leik hús og hinir horfðu á og svo skiptu þau. Á hinum stöðvunum voru leikföng og vasaljós. Einnig lituðum við í myrkrinu.
Föstudaginn 1.nóvember hittumst við öll út á leikskólalóð og fórum í vesti. Síðan fórum við á bílastæði grunnskólans þar sem við hittum krakkana og kennarana í grunnskólanum og sungum saman. Við sungum um ömmu og draugana, draugana tvo, krummi krunkar úti og nú er úti norðan vindur. Eftir það settumst við niður og fengum okkur kleinur og kakó. Þetta var mikið ævintýri og heppnaðist mjög vel. Krakkarnir voru frábærir og höfðu gaman af þessu.


Kveðja, Lundarsel