news

Frá Öðlingaseli

24 Okt 2018

Góðan daginn!

Af okkur allt gott að frétta.

Það er búið að vera gaman hjá okkur Öðlingum. Á mánudaginn byrjaði ný stelpa hjá okkur hún Júlía Ásta og við bjóðum hana velkomna í elsta hópinn í Lyngholti. Þannig að þá eru Öðlingar orðnir 13.


Daglega starfið okkar er byrjað á fullu og allir eru svo spennt fyrir skólaverkefnum. Pals er einn af uppáhald tíma hjá börnunum þar sem þau að læra stafina, hljóðinn þeirra og stutt orð.


Í stærðfræði erum við að vinna með numicon kubbana og gegnum það lærum við tölur og fjölda.


Listastarfið er mjög vinsælt hjá krökkunum og þau hafa alltaf gaman að gera eitthvað nýtt. Við erumt.d. búin að vinna með haust þemu, gera sjálfsmynd ofl.


Á mánudögum höfum við farið í gönguferðir skoðað náttúruna og haust breytingar. Við erum líka dugleg að vera úti á hverjum degi og í nokkur skipti fórum við aðeins að vinna fyrir utan deildina og hreinsa til þess að hafa snyrtileg í kringum okkur.






Það áttu þrjú börn 5 ára afmæli í september og október. Við óskum þeim enn og aftur til hamingju með daginn.

Kveðjur frá Öðlingaseli.