news

Framtíðar rithöfundar

04 Okt 2019

Við í Lyngholti óskum þessum flottu fulltrúum okkar til hamingju

Sigurvegarar í Smásagnasamkeppni KÍ 2019

Þóroddur Óskarsson, Júlíanna Líf Helgadóttir og Kristófer Daði Stefánsson, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, fyrir smásöguna Sóley og ofurhetjan.

Umsögn dómnefndar: Sóley og ofurhetjan er saga um sterkustu konu á Íslandi. Í aðeins örfáum línum tekst höfundinum að vísa í Línu langsokk, gamalt ævintýri og sögur af ofurhetjum nútímans og í sameiningu bjarga persónurnar allri plánetunni, sem er auðvitað mikilvægasta verkefnið sem jarðarbúar dagsins í dag standa frammi fyrir. Þetta er virkilega hressandi örsaga!