news

Fréttabréf í apríl úr Greniholti

25 Apr 2018

Það er alltaf gaman hjá okkur í Greniholti.

Í hverjum mánuði vinnum við með einn lit í april er það rauður. Alltaf í sögustundi lesum við rauða bók og notum rauð spjöld. Við gerðum listaverk bara með rauðri málningu.

Í stærfræði notum við líka rauða kubba til að telja

Við hittum Hvata Hvolp í málörvun hjá okkur, syngjum og lærum um líkaman okkar. Allir eru að knúsa hann minnsta kosti þrisvar sinnum.

Tími eftir hvíld notum við fyrir skynjunar leik t.d. leika með hrísgrjón, skynjunar gólfmottu eða leir.

Við erum búin að kveðja Svanberg Hjalta og Guðmund Andrés þeir eru farnir inní Asparholt og við bjóðum velkomna nýja nemendur til okkar.

Við óskum öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir góðan vetur