news

Fréttir frá Asparholti

18 Okt 2017

Hæ hó.

Af okkur í Asparholti er allt gott að frétta. Í vikunni sem leið erum við búin að bralla heilan helling.

Á föstudaginn var Bleikur dagur hjá okkur og héldum við upp á hann með því að klæðast einhverju bleiku. Fórum á Söngsal ásamt hinum deildunum og tóku allir hressilega undir hvort sem það var með söng eða hreyfingum.

Erum búin að nýta góða veðrið vel og erum mikið úti. Fórum í gönguferð, tókum léttan hring og komum við á staðnum okkar. Staðurinn okkar er rétt fyrir innan Félagslund. Þar stendur eitt tré og við tillum okkur þar og snæðum nesti sem að þessu sinni var cheerios með rúsínum.

Listastarfið er alltaf vinsælt en þá eigum við notalega stund og látum listina og hæfileikana blómstra.

Börnin í Asparholti eru miklir bókaormar. Við lesum og syngjum á hverjum degi.

Hafið það sem allra best. Kveðja Frá Asparholti.