news

Fréttir frá Asparholti

20 Nóv 2017

Góðan dag kæra jörð.

Af okkur í Asparholti er allt það besta að frétta.

Það helsta er að síðustu vikur erum við búin að vera að undirbúa jólin.

Listastarfið hefur einungis farið í að föndra fyrir jólin og er það bara dásamlegt. Föndrum jólagjafir, jólaskraut og jólamyndir. Nú förum við að syngja jólalögin og læra um jólasveinana.

Við erum dugleg að vera úti að vanda. Og notum hvert tækifæri að kíkja út. Það eru forréttindi fyrir börnin að fá og getað farið út, styrkir þau líkamlega og andlega. Einn daginn tókum við snjóþoturnar út og voru börnin dugleg að draga hvort annað á þeim.

Fengum skjávarpann í heimsókn í síðustu viku. Við fórum á hina ýmsu staði út um allan heim. Fórum t.d. í dýragarða í Afríku, horfum á myndband síðan í sumar sem var tekið úti í garði hér í Lyngholti. Við vorum að dansa og syngja Hókípókí. Við horfðum á það aftur og aftur, þeim finnst gaman að horfa á sig sjálf. Kíktum einnig í Söngstund á leikskóla í Reykjavík. Magnað hvað einn skjávarpi getur gert, tæknin krakkar, tæknin.

Þar sem við erum Grænfána leikskóli, þá var komið að Asparholti að flokka og gekk það eins og í sögu.

Á degi íslenskrar tungu hittust Asparholt og Furuholt inni í sal. Furuholt var með atriði sem þau voru búin að æfa. Þau fóru með tvær vísur fyrir okkur og gerðu það vel, takk fyrir Furuholt.

Eigið góðan dag. Kveðja Asparholt.