news

Fréttir frá Asparholti

13 Des 2017

Heil og sæl.


Af okkur er allt gott að frétta eins og vanalega. Loksins er desember genginn í garð. Við erum búin að bralla heilan helling en aðalega að hafa það notalegt.

Við fórum í útikaffihús og gekk það vel. Við fórum niður í miðbæ og tilltum okkur við jólatréð þar. Við snæddum piparkökur og drukkum kakó, það var ægilega huggulegt hjá okkur. Heimleiðin tók á litlar fætur en gekk vel og allir komu heim þreyttir og sælir.

Við erum búin að vera dugleg að gera listaverk bæði tengt vetrinum og jólunum.

Við erum aðeins búin að fræðast um jólasveinana og lesa jólasögur. Syngjum jólalög og hlustum á jólalög.

Við útbjuggum dagatal fyrir desember og kíkjum við samviskusamlega í það á hverjum degi og gerum það sem í því stendur.

Við skreyttum jólatré Lyngholts og hefur það aldrei verið glæsilegra. Við ætlum að dansa í kringum jólatréð á jólaballinu okkar 15. desember og mæta í okkar fínasta pússi.

Hafið það sem best og njótið aðventunnar.

Kveðja Asparholt.