news

Fréttir frá Asparholti

29 Jan 2018

Heil og sæl.

Af okkur í Asparholti er allt gott að frétta. Hér gengur allt sinn vangang. Í góðri rútínu líður börnunum best. Við bröllum alltaf eitthvað á hverjum degi. Eins og t.d: Málum, kíkjum í salinn, förum út, lesum bækur og lærum í stærðfræði. Við syngjum mikið og gerum alskyns hreyfileiki með.

Við viljum þakka öllum sem komu til okkar í heimsókn á Bóndadaginn fyrir komuna.

Við héldum okkar árlega Þorrablót í sparifötum og lopapeysum, kíktum á söngsal og sungum þorralög og enduðum svo á að borða dýrindis þorramat. Allir smökkuðu þorramatinn og voru mishrifin af honum.

Hafið það sem allra best. Kv Asparholt