news

Fréttir frá Asparholti.

11 Jún 2018

Heil og sæl.

Síðasta vika var nú heldur betur viðburðarík hjá okkur í Asparholti já og Lyngholti öllu. Veðrið lék á alls oddi og fengum við blíðuna dag eftir dag. Við vorum mikið úti, bæði úti í garði eða í gönguferðum enda eru allir orðnir vel útiteknir.

Á miðvikudaginn kom Einar töframaður í heimsókn og var hann alveg frábær. Krakkarnir skemmtu sér konungleg.

Á föstudaginn var svo okkar árlega sumarhátíð. Hátíðin lukkaðist vel, mjög góð mæting og þökkum við kærlega fyrir komuna þeir sem sáu sér fært að mæta.

Nú syttist í sumarfríið okkar og viljum við í Asparholti þakka kærlega fyrir vetrurinn og hafið það sem allra best í fríinu.

Kveðja. Linda, Analyn, Asia og Guðbjörg.