Fréttir frá Birkiholti

04 Feb 2019

Góðan Dag

Bóndadagurinn gekk mjög vel og gaman að fá svona marga pabba og afa í heimsókn með börnunum í morgunmat.

Fyrsta febrúar síðastliðinn héltum við upp á þorrablót í Lyngholti og flestir í sínu fínasta púss. Allar deildir söfnuðust saman og sungu nokkur þorralög.Börnin voru búin að útbúa þorrakórónur og settum við þær upp og borðuðum þorramat í hádeginu undir missgóðum undirtektum en allir gátu þó fengið eitthvað í magan sem þeim lysti. Margir samt duglegir að smakka súrmatin og nokkrir lögðu í hákarlinn.


Nú styttist óðum í sólardaginn okkar og börnin búin að vera dugleg í listastarfi að mála sólar myndir sem þau hengja svo upp í molanum, elsti hópurinn hér á Birkiholti tók sér göngutúr í dag til að hengja þær upp svo nú ætti að vera hægt að kíkja á þær þegar þið eigið leið þangað.

Bestu Kveðjur

Birkiholt