news

Fréttir frá Birkiholti

29 Nóv 2018

Góðan dag,

Við erum mjög dugleg í listastarfi, við erum að mála, klippa, lita og líma. krakkarnir eru einnig að vinna í því að gera jólagjafirnar handa mömmu og pabba :)

Á degi íslenskrar tungu kveiktum við á kertum í tilefni dagsins og komu krakkarnir úr 7. bekk og lásu fyrir okkur ljóð og bækur, börnin voru svo dugleg að sitja og hlusta á krakkana lesa.

Útiveran er mjög mikil hjá okkur, við förum út í höll ef það er mjög mikil rigning og leikum þar. við erum líka mikið úti í garði og förum í göngutúra, í einum göngutúrnum fóru sum börnin alveg út að andarpollinum og fengu sér nesti á meðan hin börnin fóru hringinn utan um höllina og enduðu á skólaleiksvæðinu og léku sér þar og fanst það mjög gaman og góð tilbreyting.

Við erum búin að vera að flokka rusl saman, og gerðum verkefni úr þessu með krökkunum að finna hvert ál átti að fara og plast og pappír.

Það var náttfatadagur í lok október og voru margir í náttfötum.

Það er söngsalur annan hvern föstudag í hverjum mánuði, og fer Birkiholt annan hvern föstudag til lundarsels í söngsal og annan hvern föstudag verðum við með asparholti að syngja.

Hópastarf er líflegt og skemmtilegt og reynum við að gera eitthvað fróðlegt og öðruvísi hluti með numicon og í málörvun.