news

Fréttir frá Greniholti

08 Des 2017

Af okkur í Greniholti er allt gott að frétta. Tíminn liður svo hratt og bráðum koma jólin.

Í nóvember byrjuðum við að gera jólagjafir og jólaskreytingar.

Við tókum skjávarpan til okkar og vorum með bío inn á deild.

Við settum upp tjald, með borðum og teppum, krökkunum fannst gaman að leika sér í þvi.

Við erum dugleg að fara út með börnunum, þeim finnst það mjög gaman eftir að það kom snjór, því þá drögum við þau á snjóþotunum.

Við prófuðum líka að nota flautur, og fengu börnin af prófa sig smá áfram með þær.

Núna hættum við með hópastarf en í staðinn erum við með samverustund eftir morgunmat á hverjum degi, þar sem við syngjum með kerti.

Kveðja frá Greniholti