news

Fréttir frá Greniholti

30 Jan 2018

Bóndadagur og þorrablót í Greniholti

Á bóndadaginn 19. janúar var körlum boðið í bóndakaffi í Lyngholti. Það var gaman að sjá hvað margir pabbar afar og frændur. Þeir gáfu börnum sínum morgunmat og fóru að leika saman. Á boðstólnum var slátur og hafragrautur. Það er einmitt svo gaman að fá karla inn í leikskólann.

Á föstudaginn í siðustu viku var þorrablót í Lyngholti allir klæddust lopapeysu og komu allar deildir í sal að syngja þorralög við tóku með sér hljóðfæri. Krökkunum fannst gaman að spila. Í hádeginu var boðið upp þorramat: hangikjöt, hákarl, svínasultu, harðfisk og hrútspunga. Öll börnin smökkuðu eitthvað en harðfiskurinn var sérstaklega vinsæll af okkur.


Með bestu kveðjum Greniholt