news

Fréttir frá Greniholti

12 Okt 2021

Það er allt gott að frétta af okkur á Greniholti og höfum við verið að bralla ýmislegt síðustu vikur, hópastarfið er komið á fullt eftir sumarið og finnst krökkunum það mjög gaman.

Hópastarf

Krakkarnir hafa verið mjög dugleg og áhugasöm við að taka þátt í hópastarfi og stendur þar mest upp úr að fara í Lundarsel þar sem við förum í íþróttir. Þar fá krakkarnir mikla útrás og skemmta sér konunglega við að hoppa og skoppa með bolta, í jafnvægisleikjum og fleira.Krakkarnir dýrka einnig að fara í Listaholt þar sem þau föndra alls kyns listaverk, þar hafa þau verið að mála, stimpla og teikna og eru mjög virk og dugleg í því.Sólgleraugnadagur

Föstudaginn 24.september síðastliðinn var sólgleraugnadagur hjá okkur og vakti það mikla lukku hjá krökkunum. Þau fengu að hafa sólgleraugun í útivist og á söngfundi sem er haldinn reglulega ásamt hinum deildum skólans. Þeim fannst mjög gaman að gera eitthvað svona öðruvísi og fannst spennandi að skoða gleraugun hjá hvort öðru og að láta taka mynd af sér með þau.


Bestu kveðjur frá okkur á Greniholti!