news

Fréttir frá Lundarseli

16 Maí 2019

Skoppa og Skrítla komu í heimsókn til okkar í Lundarsel þriðjudaginn 14. maí. Það var mikið fjör enda nær allar deildir leikskólans saman komnar hjá okkur; Reyniholt, Furuholt, Birkiholt og Asparholt. Skoppa og Skrítla vöktu mikla lukku og sungum við bæði og dönsuðum með þeim.

Við höfum verið hæst ánægð með veðrið undanfarið og erum dugleg að leika úti.

Fórum meðal annars í göngutúr niður að smábátahöfn í vikunni. Þar skoðuðum við bátana og köstuðum steinum í sjóinn.