news

Fréttir frá Reyniholti

05 Feb 2019

Góðan dag!

Við áttum skemmtilega stund á Bóndadaginn og þökkum við öllum fyrir heimsóknina.

Síðasta föstudag var Þorrablót, við buðum vinum okkar frá öðrum deildum á ball. Mikið var sungið og dansað og allir skemmtu sér vel. Í hádeginu fengum við þorramat, sumir borðuðu betur en aðrir.


Í hópastarfi erum við að vinna verkefni úr bókinni „Pétur og úlfurinn“. Unnið er í tveim hópum í c.a. 4 vikur. Við lesum smáhluta úr textanum, ræðum hann og lykilorð sem tekin eru út og stafina. Síðan föndra þau ýmsilegt úr sögunni t.d. í síðustu viku gerðu þau tré , fugl og önd og settu á spjald sem verður að lokinni þessari vinnu sýnt á deildinni.

Í siðustu viku fóru fjögur börn í fyrstu heimsóknina í 1. bekk þeim gekk ótrulega vel. Í fyrsta tímanum unnu þau í verkefnahefti, síðan fengu þau ávaxtabita svo fóru þau saman út í frímínútur þar sem þau hittu vini eða systkini. Eftir frímínúturnar fóru þau aftur í stofuna og héldu áfram með verkefnin. Þau fengu að borða góðan mat með grunnskólabörnunum síðan komu þau aftur glöð í leikskólann.

Bestu kveðjur,

Reyniholt