news

Fréttir úr Asparholti

08 Okt 2021

Hæhó!

Við í Asparholti höfum verið að bralla ýmislegt síðustu tvær vikur. Það vantar ekki fjörið á Asparholti og hver einasti dagur býður upp á eitthvað skemmtilegt.

Lundarsel

Í Lundarseli hafa krakkarnir verið að iðka íþróttir, læra örlitla stærðfræði og kubba í einingakubbum. Í stærðfræði hafa þau verið að læra heitin á formum og rifja upp litina í leiðini. Þau unnu verkefni af kappi varðandi það og fannst það mjög gaman. Enda eru þau öll svo klár!

Hilmar hefur verið að stjórna íþróttatímum og leysa börnin allskyns hreyfiþrautir sem þau hafa mjög gaman af

Börnin eru þar að auki mjög dugleg í einingakubbum og finnst gaman að fá að byggja saman.

Val

Börnin í Asparholti dýrka val. Þar fá þau að velja sér stöð til að leika á og eftir að allir hafa valið stöð er hafið leik. Börnin fá síðan að skipta um stöð og prófa því allar stöðvar en leika þó alltaf í sama hóp. Þetta þykir þeim gaman.

Útivist

Útivistina vantar ekki hjá okkur, enda elskum við alla útivist. Við fórum í göngutúr á miðvikudeginum og dáðumst af öllum fallegu haustlitunum sem hafa loksins látið sjá sig.


Leiksýning

BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi var haldin í fjórða sinn um allt Austurland núna í september og október. Í tilefni þess átti leikhópurinn Miðnætti að koma í leikskóla og sýna brúðusýninguna „Geim-mér-ei“. En vegna sóttvarreglna var ákveðið að sýningin kæmi ekki á staðinn að þessu sinni. En við fengum þó upptöku af sýningunni og horfðum á hana saman. Þetta var þrælskemmtilega sýning. Brúðusýnigin var um stelpu sem hafði mjög mikinn áhuga á geiminum. Eitt kvöld brotlendir geimskip í garðinum hennar og hún fer í geimskipið, kemur því á loft og fer í ferðalag um geiminn. Þar hittir hún gleimveru og lendir í allskonar ævintýrum. Börnin lifðu sig mikið inn í sýninguna með svipbrigðum, andköfum og hlátri. Þau voru mjög hissa á öllu því sem Vala lenti í. Brúðusýningin var flutt án orða og með lifandi tónlist. Þetta var hrikalega skemmtilegt!