news

Fréttir úr Birkiholti

27 Feb 2018

Við í Birkiholti erum búin að brasa mikið síðastliðnar vikur, t.d. borða á okkur gat á bolludaginn og sprengidaginn :)

Það var mikið fjör hjá okkur á öskudaginn. Við fórum að slá köttinn úr tunnunni inni í sal og svo var öskudagsball í kjölfarið.

Þann 16. febrúar var konudagskaffi í leikskólanum og buðum við mömmum, ömmum og frænkum í kaffi.

Við vinnum markvisst í hópastarfi fyrir hádegi s.s. í listastarfi, numicon, stærðfræði, íþróttum og málörvun. Svo reynum við að fara út alla daga, helst tvisvar á dag. Þegar veðrið er gott finnst okkur gaman að breyta um umhverfi og kíkja í göngutúr. Við gengum m.a. niður í mola til að hengja upp sólarmyndirnar okkar.