news

Fréttir úr Lundarseli

12 Jún 2018

Fréttir úr Lundarseli

Góðan daginn og langt síðan síðast.

Margt skemmtilegt er búið að gerast hja okkur í Lundarseli síðasta mánuðinn.

Það voru tvær sem áttu afmæli í lok maí og viljum við byrja á því að óska þeim innilega til hamingju með dagana sína, en það voru þær Margrét Birta og Hekla Sif.


Fyrir utan þær fréttir þá skulum við bara byrja þar sem við skildum við ykkur.

Dagur jarðarinnar var þann 22. apríl og í tilefni hans ákváðum við að fara út og týna rusl, við fræddum krakkana í leiðinni um skaðsemi rusls í náttúrunni og voru þau öll sammála um það að maður ætti aldrei að henda rusli út í náttúruna. Við týndum fullt af rusli sem við flokkuðum svo og voru allir ánægðir með afraksturinn.

Listastarfið hefur verið virkt hjá okkur.

Við höfum til dæmis teiknað og málað okkur sjálf og undirbjuggum svo fyrir sjóræningjaleik.

Í stærðfræðinni erum við mikið búin að vera að læra á tölustafina, við prófuðum meðal annars að móta þá úr leir og að skrifa þá í sand með lituðu blaði undir.


Frjálsileikurinn gleymist að sjálfsögðu ekki þó svo að undanfarnar vikur hafi útiveran tekið smá af þeim tíma sem annars hefði verið nýttur í hann.

Eins og áður kom fram þá hefur útiveran síðustu vikur verið mikil, bæði höfum við verið mikið út á lóð og einnig í gönguferðum. Við fórum meðal annars að skoða kaþólsku kirkjuna og í fjöruferð sem var partur af sjóræningjaleiknum okkar. Þar fórum við í fjársjóðsleit og borðuðum við hádegismatinn úti.

Hann Einar Mikael töframaður kom í heimsókn og sýndi okkur alls kyns töfrabrögð, allir skemmtu sér konunglega og pældu mikið í brögðunum.

Sumarhátíðin okkar var haldin á föstudaginn síðasta og sungum við tvö lög á henni, fyrst sungum við Skugginn eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson og seinna lagið var Ó Lyngholt eftir kennara Lyngholts. Sumarhátíðin gekk vel. Nú fer að koma sumarfrí og viljum við enda þessa frétt á að óska öllum gleðilegs sumarfrís.

Þangað til næst.

Kær kveðja úr Lundarseli.