news

Fréttir úr Lundarseli

20 Sep 2018

Nú er hópastarfið byrjað og höfum við meðal annars verið dugleg að fara í göngutúra. Við kynntumst fjörunni og sjónum, söfnuðum skeljum og fengum okkur nesti. Síðan fórum við og týndum laufblöð og skoðuðum hvernig litirnir breytast.

Einingarkubbar hafa verið í mikilli notkun undanfarið. Við erum með einstaklega gott pláss til að nota þá núna, enda ekkert nema pláss í Lundarseli.

Plássið nýttum við einmitt vel á boltadaginn. En þá fóru börnin í litlum hópum fram í fataklefa og léku sér með boltana sína af mikilli gleði.

Við höfum verið með svokallaða hreyfistund á fimmtudögum í stað íþrótta sem fóru fram í salnum, þá gerum við allskonar æfingar, þrautir, teyjur, hopp og allmennt fjör. Einnig erum við svo heppin að hafa klifurgrind inni, þar sem hægt er að skipta út rimlastig og rennibraut. Veðrið í seinustu viku var nógu gott til þess að við gætum borðað hressingu úti, sem verður þó trúlega seinasta úti-hressingin á þessu ári.