news

Furuholt

13 Nóv 2017

Góðann daginn, það er alltaf gaman og nóg að gera í furuholti. við erum mjög dugleg að fara út að labba og förum við ýmsar leiðir og stoppum til að leyfa krökkunum að leika sér og fá nesti. Við prufuðum að labba að andapollinum í eitt skiptið og krökkunum fanst það gaman en svolítið langt. stundum förum við bara eitthvað stutt eins og uppá skólavöll og ef það er ekki spennandi veður þá kíkjum við einstaka sinnum í höllina.

Hann Baldur Hrafn J. átti afmæli 12 november og er hann orðinn 4 ára, við óskum honum til hamingju með daginn sinn.

Það kom snjór :D öllum krökkunum fanst afskaplega spennandi að fara út að leika sér í snjónum, krakkarnir gerðu engla, fóru í snjókast og renndu sér í snjónum. Þau spáðu mikið í grílukertunum og margir smökkuðu snjóinn og sögðu að þetta væri bara vatn þegar þetta færi í munninn.

Ola er dugleg í listastarfinu með krökkunum og er hún alltaf með spennandi verkefni fyrir krakkana, í eitt skiptið voru þau að æfa sig að teikna kalla, hús og margt fleira sem þeim langaði að teikna og svo fengu þau að mála inní.

við förum í salinn á fimtudögum og erum að gera ýmislegt þar t.d. læra leiki, gera æfingar og fara í þrautabraut. krakkarnir eru dugleg að læra og oft spyrja þau hvort við getum farið í ákveðna leiki og allir eru duglegir að taka þátt og gera sitt besta :).

Við vinnum markvist með málörvun og reynum við að hafa hana fjölbreytta og skemmtilega. við notumst við spil og leiki.

Kveðja Furuholt :D