news

Gjöf frá foreldrafélagi Lyngholts og Kvenfélags Reyðarfjarðar

02 Apr 2019

Á dögunum hlaut foreldrafélag leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði rausnarlegan styrk frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar til kaupa á Bobles leikföngum.

Guðlaug formaður foreldrafélagsins, Lísa Lotta leikskólastjóri og Harpa formaður kvenfélagsins.


Unnið er að stækkun við leikskólann og hefur íþróttasalnum verið breytt í deild, tímabundið er því ekki salur við leikskólann. Til að auka möguleika og fjölbreytni í hreyfiæfingum óskaði foreldrafélagið eftir því við kve

nfélagið á staðnum að fá styrk til kaupa á Bobles leikföngum en leikföngin er hægt að nota á fjölbreyttan hátt við hreyfingu barna á ólíkum aldri. Um er að ræða svokallaðan opinn efnivið þar sem börnin geta einnig sjálf haft frumkvæðið af því hvernig þau nýta leikföngin hverju sinni.

Kvenfélag Reyðarfjarðar hefur verið þekkt fyrir velvilja og rausnarlega styrki til stofnana, einstaklinga og félagasamtaka á svæðinu. Það kom þó stjórn foreldrafélagsins skemmtilega á óvart að hljóta frá þeim styrk uppá 100 þúsund krónur sem gerði foreldrafélaginu kleypt að kaupa fjölmörg spennandi Bobles leikföng fyrir nemendur leikskólans Lyngholts.

Foreldrafélagið og leikskólinn Lyngholt senda kvenfélagskonum bestu þakkir fyrir – við vitum að þetta kemur til með að nýtast vel.