Grænfáni Lundarsel

30 Jan 2018

Þar sem við erum skóli á grænni grein förum við í umhverfismennt einu sinni í viku og gerum verkefni tengd grænfánanum. Þegar að krakkarnir voru spurðir að því í síðustu viku hvað grænfáni væri svöruðu þau m.a. tína rusl, ekki henda rusli á götuna og í sjóinn og ekki eyða pappír.

Síðan ræddum við um vatn, hvernig við getum sparað vatn, hvaðan það kemur, hvað það gerir fyrir okkur og svo margt fleira t.d. ræddum við um að allt lífríkið þyrfti á vatni að halda. Við ákváðum svo að gera tilraun á því hvað myndi gerast ef við fylltum glös af snjó og geymdum þau inni hjá okkur. Komust börnin af því að snjórinn breyttist í vatn.


Í gær teiknuðu þau mynd af jörðinni, settu rusl á myndina og voru klár á því að svona vildu þau ekki hafa jörðina.


Kveðja frá Lundarseli