news

Hjólum í vinnuna

29 Apr 2021

Nú með hækkandi sól og átakinu hjólum í vinnuna viljum við árétta þær reglur við höfum hér í Lyngholti um reiðhjól.

Ef nemandi kemur á hjóli í skólann skal hann nota hjálm og geyma hjólið í hjólagrind. Athygli er vakin á því að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum sem standa við skólann.

Þann 1. janúar 2020 tóku ný umferðalög gildi, þar er tvennt að finna sem skiptir nemendur okkur máli hvað varðar reiðhjól:

1) Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

2) Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.