news

Hlý gjöf

29 Ágú 2018

Ein af hugmyndum starfsmanna Lyngholts var að leikskólinn ætti vettlinga til að lána nemendum þegar kalt væri í veðri. Fingravettlingar kaldir og oft á tíðum blotnar maður á höndum þegar leikið er í snjónum og þá er gott að eiga vara vettlinga í skólanum. Við sendum því á kvenfélagskonur fyrirspurn hvort þær væru til í að aðstoða okkur við þetta verkefni. Eins og vant var tóku þær vel í verkið og fengum við afhent í dag hátt í 80 vettlinga fyrir nemendur okkar 4 - 6 ára. Þau Mattías, Sarah, Björg Inga og Viktoría Von tóku á móti þeim með Lísu Lottu frá þeim Ingunni, Jóhönnu og Sigurbjörgu kvenfélagskonum. Þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina við þetta verkefni og hlökkum til að prófa vettlingana og bæta við seinna fyrir þessi yngstu. Leikskólavettlingarnir verða svo inn í fataklefunum þar sem starfsfólk getur lánað þá þegar þörf er á.