news

Kveðjur frá Birkiholti

30 Nóv 2017

Komiði sæl og blessuð

Við elskum allan snjóinn sem er kominn til okkar og njótum okkar í botn að böðlast um í honum.

Fyrstu dagana var færið svoldið erfitt en þau eru ekkert smá dugleg og allir hjálpast bara af að moka gönguleiðir um leikvöllinn. Búa til rennibrautir úr hæðstu sköflunum og snjóhús.

Sumir borða svoldið af honum og veltast um í snjónum og aðrir moka göng t.d


Svo eftir góðan leik eru sumir búnir að búa sér til gott sæti og hafa það gott.

Að öðrum fréttum gengur allt vel og kominn jólastemming í hópinn. Í söngstund eru sungin jólalög og við byrjuð að pakka inn jólagjöfum sem börninn eru búin að búa til fyrir foreldrana sína.

Bestu jólakveðjur til ykkar frá Birkiholti.