news

Lundarsel

17 Des 2018

Frá okkur í Lundarseli er allt gott að frétta. 3. Desember fórum við í útikaffihús, þá gengum við niður að jólatré, dönsuðum í kringum það og sungum jólalög, síðan settumst við niður í snjóinn, sem við vorum svo heppinn að hafa þennan dag ???? og fengum okkur heitt kakó og piparkökur. En það var mjög kalt þennan dag svo börnin nutu þess ekki að drekka kakóið og borða kökurnar svo við fengum heitt kakó með hressingunni nokkrum dögum seinna.

Þar sem stutt er í jól höfum við haft það notalegt og sleppt að miklu leiti skipulögðu starfi og gert það sem okkur langar til hverju sinni, förum út og leikum okkur í snjónum (þessa fáu daga sem hann var) annars hafa allir gaman af því að leika sér í pollum og drullumalla ????

Einnig eru flest allir búnir að búa til jólagjöf handa mömmu og pabba og fara með heim, eins höfum við gert jólalistaverk.

Við fáum bréf úr Grýluhelli daglega sem voru fyrst frá Grýlu, eitt frá Leppalúða og eitt frá Jólakettinum, núna eftir að jólasveinarnir fóru að koma eru bréfin frá þeim jólasveini sem kemur þann dag. Börnin hafa mjög gaman af þessum bréfum.

Kær kveðja okkur í Lundarseli og gleðileg jól