news

Lýðræði í leikskólanum.

15 maí 2019

Lýðræðisleg vinnubrögð eru í hávegum höfð í öllu skólastarfi og þá er gert ráð fyrir að raddir allra fái notið sín. Hluti af því að virða lýðræði í skólastarfi er að meta hvernig til hefur tekist og því er mikilvægt að sem flestir komi að matinu. Í Lyngholti leitum við álits elstu nemenda þegar líður að lokum skólaársins hverju sinni og það er gaman að geta þess að af 14. nemendum í Reyniholti tóku allir þátt í Broskarlamatinu þetta árið. Nemendur taka afstöðu til 20. atriða sem eru hluti af lífinu í Lyngholti, 12. atriði fengu 85 - 94% meðmæli nemenda. Aðeins 2. atriði voru með 20 -35% óánægðra svarenda og munum við að sjálfsögðu vinna með þá þekkingu til að efla starfið okkar.