news

Lyngholtsfréttir

04 Des 2018

Þá er starfið á aðventunni komið á fullt hjá okkur. Útikaffihús deilda þessa vikuna og má því sjá litla endurskinsmerkta nemendur hingað og þangað um bæinn okkar og jafnvel með kakó og piparkökur. 8 bekkur hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur og farið með Öðlingunum okkar í þessar ferðir. Það er skemmtileg leið til að kynna leik- og grunnskólanemendur.

Núna eru þær komnar til starfa hjá okkur þær Marta Anna leikskólakennari og Tinna Rut leiðbeinandi, þær verða í afleysingum til að byrja með hjá okkur. Þá er hún Ólöf Sól mætt úr sínu námi og verður hjá okkur amk í desember.

Eins og flestir sjá sem koma að Lyngholti þá er margt að gerast hjá okkur. Reyniholt fer að verða tilbúið og smiðir á fullu að vinna við fataklefann sem á að þjóna Birki- og Reyniholti.