news

Öðlingar

21 Okt 2019

Það er mikið búið að gerast hjá okkur síðan í september, við sáum tvær leiksýningar fyrst sýninguna um Það og Hvað svo var farið á Fáskrúðsfjörð og sáum leikritið um hann Ómar orðabelg sem var mjög gaman og rútuferðin stóð án efa upp úr hjá flest öllum og fóru strax að tala um hvenær við gætum farið næst í rútuferð.

Slökkviliðið kom í heimsókn og kynnti börnin fyrir Loga og Glóð sem eru eldvarnarálfar sem börnin aðstoða við að taka út brunavarnir í leikskólanum, þau sýndu börnunum líka búningin sinn og leyfðu þeim að máta hjálminn sinn.

Þrír öðlingar unnu smásagna keppni á vegum Kennarasambands Íslands og hlutu í verðlaun spjaldtölvu sem þau gáfu deildinni sinni, við erum þeim þakklát fyrir þá gjafmildi og spjaldtölvan kemur til með að nýtast okkur vel í margskonar starfi í vetur.

Við erum dugleg í listastarfi sem og öðru hópastarfi, í hópastarfi um daginn gerðu krakkarnir deildarsáttmála sem allir skrifuðu undir og ætla að fara eftir ákveðnum reglum sem þau bjuggu til í sameiningu.

Eining horfðu krakkarnir á sínfoníhljómsveit íslands í beinni útsendingu, sem var varpað upp á vegg með skjávarpa, sem var skemmtileg upplifun.

Börnin fengu gest um daginn sem þeim þótti mjög spennandi en Guðlaug kom með hænuunga til að sýna þeim.