news

Október í Greniholti

16 Okt 2017

Góðan daginn

Af okkur í Greniholti er allt gott að frétta, við erum dugleg að fara í hópastarf þrisvar í viku.

Afmæli Lyngholts var 3. október, leikskólinn var 40 ára og er búinn að vera starfandi allan þann tíma. Þar komu gestir og gangandi inn og fengu sér kaffi og kökur.


Við vorum að nota gamla stóra púslið og bjuggum til skynjunarbraut, sem krakkarnir labba á.


Við erum búin að fara í göngutúr í nýju kerrunni og tökum með okkur epli og borðum úti.


Við erum byrjuð að vinna með Numicon, byrjuðum á því í síðustu viku.


Við erum dugleg að fara í listastarf.


13. október var bleikur dagur á Íslandi og líka í Greniholti allir komu í bleikum fötum, fórum svo í salinn að syngja með öðrum deildum.

Kær Kveðja frá Greniholti