news

Reyniholt

09 maí 2019

Hæhæ það er allt gott að frétta frá okkur í Reyniholti.

Við erum búin að vera mjög upptekin í allskonar verkefnum, höfum til dæmis verið að týna rusl og hreinsa Reyðarfjörð. Eftir að við sáum hvað það er mikið rusl í bænum þá er okkar markmið að fara einu sinni í viku að týna rusl. Við fórum í þessari viku í stutta göngu og á 20 mínútum týndum við þrjá fulla poka af allskonar rusli. Þeim finnst mjög skrítið og eru alveg hissa á því að fólk skuli henda svona miklu rusli og eru ekki að pæla í umhverfinu.

Síðan erum við búin að vera dugleg í listastarfi og það sem var þeirra verkefni núna síðast var að gera sjálfsmynd ofan í pappabox. Til þess notuðu þau allskonar efni og pappír, þau klipptu það til sjálf og límdu. Þetta fannst þeim skemmtilegt og eru þau mjög ánægð með útkomuna.

Okkur finnst gaman að breyta til þegar kemur að útiveru og ákváðum við þennan dag að fá okkur smá göngu á hoppubelginn, það fannst krökkunum mjög skemmtilegt og voru þau rosalega ánægð með að eyða tíma þar.

Kveðja frá Reyniholti