news

Reyniholt tekið í notkun

20 Jan 2019

Þann 7 janúar sl opnuðum við deildina sem verður í gamla salnum okkar. Sú deild fékk nafnið Reyniholt eins og áður hefur komið fram. Þar eru staðsettir öðlingar núna í vetur og njóta þau þess að vera komin inn á þessa fínu deild. Þau Sunna og Ómar hjá Tveim stubbum máluðu fyrir okkur merki uppeldi til ábyrgðar á vegginn sem og stórt og fallegt Reynitré. Deildin er björt og skemmtileg og verður gaman þegar hún verður fullkláruð en hurðar eru ekki komnar upp ennþá.

Þar sem öðlingar voru búnir að vera inn á Greniholti fyrir áramót losnaði rými til að hefja aðlögun og er hún núna í gangi. Nýjir nemendur eru því að hefja skólagöngu sína í Lyngholti þessa dagana og skólinn þá orðin sex deilda aftur.