news

Smá fréttir

02 Nóv 2018

Þá er nóvember komin og veturinn aðeins farin að segja til sín. Við í Lyngholti tókum á móti hundraðasta nemandanum okkar núna í október og fögnum við því.
Við tókum á móti grunnskólanemendum í morgun ásamt starfsfólki grunnskólans. Hér var sungið hátt og snjallt og farið í hreyfileiki. Þetta er skemmtileg stund sem við eigum hér í morgunsárið með nágrönnum okkar úr grunnskólanum og alltaf jafn notalegt að fá sér svo kakó og kleinu að söng loknum.

Í dag kveðjum við hana Friðbjörgu okkar og óskum henni alls hins besta á Eyrarvöllum.


Þá bjóðum við hana Aleksöndru velkomna til okkar í Lyngholt. Hún verður í Birkiholti og vinnur þar frá 8 - 16:00. Aleksandra er leik- og grunnskólakennari sem nýlega flutti til Íslands og er á fullu að læra íslensku.


Hún Unnur flutti sig í Lundarsel og ætlar að vera þar í vetur.

Félagar í Lions komu til okkar í vikunni og færðu okkur efni frá Menntamálastofnun til læsis örvunar.

Hér sjást Öðlingar taka á móti pakkanum með Lísu Lottu fyrir hönd skólans

Færum við þeim miklar þakkir.