Starfsfólk

06 Okt 2017

Hún Alma byrjaði hjá okkur á mánudaginn síðast liðinn. Hún verður til að byrja með upp í Öðlingaseli og leysir þar af hana Önnu Heiðu sem er í leyfi eins og er. Bjóðum við Ölmu velkomna í hópinn.

Þá er hún Jónína okkar hætt hjá okkur og var síðasti dagur hjá henni í gær. Jónína er að fara á nýjan starfsvettvang og óskum við henni velfarnaðar í nýju starfi og eigum við eftir að sakna hennar mjög hér í Lyngholti.