news

Sumarfréttir frá Furuholti

31 Júl 2018

Góðan daginn,

Við höfum verið mjög dugleg að fara í göngutúra í sumar, við reynum að fara fjölbreyttar leiðir til að hafa þetta sem skemmtilegast.

Við fórum niður á N1 túnið þar sem jólatréið hefur fengið að njóta sín um jólin, en krakkarnir sáu ekkert tré og fannst það frekar furðulegt. En þar voru þau að leika sér með stækkunargler og voru að kanna jörðina eins og steina, flugur, gras og mold ásamt öðru, það var líka sæt kisa sem kom með okkur í göngutúr. Þeim var sagt að henni langaði bara að koma með og vera leikskólabarn, þeim fannst það voða fyndið.


þegar það kom loft í flotta hoppubelginn okkar sem við erum búin að bíða spennt eftir þá fórum við í göngutúr þangað og stoppuðum með nesti þar. Það var hoppað á belgnum og leikið á sparkvellinum en sumir fóru á skólaleikvöllinn til að klifra og renna.

Það var frekar mikil rigning fyrri part 30. júlí og skelltum við okkur í pollagallana og stígvélin og fórum út að hoppa í pollunum og gera Lagarfljótið og stíflur, þetta var hrikalega gaman enda urðu flestir blautir í gegn.

Við höfum verið að kíkja í Lundarsel, og kynna okkur nýjar aðstæður fyrir flutninga.