news

Sumarlokanir

08 Jan 2019

Bæjarráð samþykkti eftirfarandi:

Fyrir liggur tillaga fræðslustjóra að sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð sumarið 2019. Tillagan byggir á starfsáætlun í fræðslumálum fyrir 2019, þar sem gert er ráð fyrir sumarlokunin í 4 vikur, 20 virka daga.

Sumarlokun skólanna spannar tvo mánuði.

Tillaga að sumarlokun 2019 er sem hér segir:

Dalborg Eskifirði 19.06 - 16.07 báðir dagar meðtaldir

Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir

Kæribær Fáskrúðsfirði 01.07 - 26.07 báðir dagar meðtaldir

Lyngholt Reyðarfirði 10.07 - 07.08 báðir dagar meðtaldir

Eyrarvellir Norðfirði 19.07 - 16.08 báðir dagar meðtaldir

Þá geta foreldrar boðið börnum sínum upp á fjögurra, sex eða átta vikna samfellt sumarleyfi. Leikskólagjöld falla niður í einn mánuð, einn og hálfan mánuð eða tvo mánuði eftir lengdsumarleyfis.

Í minnisblaði fræðslustjóra kemur eftirfarandi fram: "Í starfsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2019 segir að opnunartími leikskóla yfir sumartímann verði endurskoðaður samhliða vinnu við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins. Umræða og ákvarðanataka verður því að bíða til vorannar 2019."

Bæjarráð samþykkir tillögu og vísar málinu til vinnslu hjá fræðslustjóra.