Sumarlokun Lyngholts

11 Maí 2018

Þá styttist í sumarlokunina hjá okkur í Lyngholti.

Síðasti dagur fyrir sumarleyfi er 13 júní og opnum við aftur þann 12 júlí. Viljum við benda á eftirfarandi klausu úr reglum um leikskóla Fjarðabyggar:

Sumarleyfi leikskólanna í Fjarðabyggð spanna u.þ.b. tvo mánuði. Foreldrum/forráðamönnum gefst því tækifæri til að færa börn á milli leikskóla og fyrirtæki sem sækja vinnuafl í marga byggðarkjarna eiga þannig auðveldara með að verða við óskum starfsmanna um sumarleyfi.


Þeir nemendur sem mæta aftur að loknu sumarleyfi mæta inn á sínar deildar og verða þar fram að starfsdegi sem er þann 20 ágúst. Sá dagur verður nýttur til að færa deildar í það horf sem þær eiga að vera á næsta skólaári sem við miðum við að byrji þann 21 ágúst.