news

Útskriftarferð og útskrift Öðlinga

06 Jún 2019

Öðlingar skelltu sér í útskriftarferð.

Elstu börnin í leikskólanum fóru í útskriftarferð þann 22. maí. Rúta sótti börnin ásamt kennurum og farið var fyrst á slökkvistöðina. Slökkviliðsmennirnir tóku vel á móti okkur og sýndu okkur vinnustaðinn sinn. Börnin fengu að sprauta úr brunaslöngunni úti og fara inn í sjúkrabil og skoða hann. Síðan máttu þau máta slökkviliðsbúninga, horfa á smá sýningu þar sem var þurrís var settur í pott og þá kom reykur.

Við enduðum heimsóknina á því börnin fengu viðurkenningur fyrir þátttöku í verkefninu Logi og Glóð.


Eftir skemmtilega stund á slökkviliðsstöðinni var farið af stað upp í Fljótsdal að kíktum við í Óbyggðasetrið. Hann Danni tók á móti okkur og sýndi okkur safnið og ýmislegt annað áhugavert sem á vegi okkar varð. Síðan fengu krakkarnir að hlaupa og leika sér á bæjarhlaðinu. Svo fengu allir pitsu og djús í hádeginu. Næst var farið að Skriðuklaustri og enduðum ferðina á því að ganga í þaðan að Snæfellsstofu, skoðuðum allt inni og borðuðum muffins og kex og drukkum vatn með. Síðan keyrðum við heim. Þetta var löng en velheppnuð ferð í alla staði og allir komu sælir til baka.


Á miðvikudaginn 23. maí var útskriftarathöfn fyrir Öðlingana.Börnin sungu „Ísland er land þitt“ og fluttu ljóðið „Ísland“ eftir Jóhanesi úr Kötlum. Siðan fengu þau afhent útskriftarskjal og gjöf, sem var birkiplanta, frá foreldrafélaginu.

Á endanum sýndu snillingarnir fyrir alla gestina leikritið „Litla gula hænan“. Börnin stóðu sig einstaklega vel og eiga hrós skilið fyrir það.

Athöfninni lauk svo með spjalli og kaffi á vegum útskriftarforeldra.Til hamingju börn og foreldrar, við óskum útskrifanemendum velfarnaðar í framtíðinni.

Kveðja, Reyniholt