Grænfáninn-endurvinnsla

Endurvinnsla er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Leikskólar sem taka þátt í þessu verkefni gera umhverfissáttmála.

Umhverfissáttmáli okkar er:

  • Við ætlum að útskrifa nemendur sem eru með sterka umhverfisvitund
  • Við ætlum að flokka sorp og endurnýta það sem hægt er
  • Við ætlum að tileinka okkur umhverfisvænar og sparsamar neysluvenjur
  • Við njótum útivistar, vettvangsferða og útináms

Skýrsluna frá okkur má lesa hér: greinagerð.docx