Leikskólinn Lyngholt er 6 deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-6 ára og er opnunartími skólans er 7:30 - 16:30 alla virka daga.

Sex deildar eru í húsnæði Lyngholts.

Leikskólinn starfar í anda Uppbyggingarstefnunnar og með ART. Ásamt vinnu með farsæld barna í samvinnu við Fjarðabyggð.

,,Allir geta eitthvað, enginn getur allt" eru einkunnarorð skólans og leiðarljós okkar í öllu starfi. Því fær hver og einn notið sinna styrkleika því þannig byggjum við upp sterka sjálfsmynd.

Við sem erum í Lyngholti erum sjálfstæð og glöð og berum virðingu fyrir umhverfi okkar. Við tileinkum okkur jákvæðni, gleði, hreinskiptni og virðingu.

Reglur um leikskóla Fjarðabyggðar

Leikskólinn Lyngholt vinnur eftir persónuverndarstefnu Fjarðabyggðar en um hana má lesa hér og upplýsingaöryggisstefnu Fjarðabyggðar sem má lesa hér


Ef nemandi kemur á hjóli í skólann skal hann nota hjálm og geyma hjólið í hjólagrind. Athygli er vakin á því að skólinn ber ekki ábyrgð á hjólum sem standa við skólann.

Þann 1. janúar 2020 tóku ný umferðalög gildi, þar er tvennt að finna sem skiptir nemendur okkur máli hvað varðar reiðhjól:

1) Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.

2) Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.