news

Greniholtsfréttir

14 Mar 2022

Hæhó!

Hjá okkur á Greniholti hefur verið nóg um vera síðasta mánuðinn og mikið fjör.


Hópastarf

Börnin hafa verið virkilega dugleg og áhugasöm í hópastarfinu síðustu vikur. Þau gera allskonar skemmtileg listaverk í listastarfi, fara í marga góða leiki í stærðfræði og gerðu til dæmis hristur með hrísgrjónum, pasta og fræjum til að nota í tónlistastarfi.


Snjórinn

Mikið hefur verið um snjó og höfum við reynt að nýta það sem best. Krakkarnir hafa verið dugleg úti að leika, æfa sig að gera snjóengla, fara í snjókast og búa til snjókarl og snjóhús. Það sem stóð líklegast upp úr er þegar komið var með matarlit og vatn í spreybrúsa og snjókarlinn var litaður. Einnig höfum við verið að ræða snjóinn inn á deild og lesið vetrarbækur í málörvun.


Rugludagur

Í lok febrúar var rugludagur hjá okkur í Lyngholti. Þá komu margir eitthvað skringilega klæddir, til dæmis í öfugum fötum, með brók á hausnum eða sokka á höndum. Farið var á sameiginlegan söngfund með hinum deildunum og síðan var það sem er minnistæðast hjá börnunum að matartímarnir voru ruglaðir. Þau fengu til að mynda hressingu um morguninn, morgunmat í hádeginu og hádegismat í hressingu, mjög skemmtilegt.


Öskudagur

Á öskudaginn er alltaf mikið fjör í Lyngholti. Börnin komu í búning og við fórum á söngfund með Eini- og Asparholti sem endaði með smá balli.